banner
mán 25.sep 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Kristján Ómar: Get vel séđ fyrir mér einhverjar breytingar
watermark Kristján Ómar var ráđinn ţjálfari Hauka í síđustu viku.
Kristján Ómar var ráđinn ţjálfari Hauka í síđustu viku.
Mynd: Haukar
watermark Kristján Ómar spilađi međ Haukum í árarađir.
Kristján Ómar spilađi međ Haukum í árarađir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ
„Ţetta starf er frábćrt tćkifćri fyrir mig enda hefur ţví eingöngu veriđ sinnt af virkilega fćrum ţjálfurum alla ţessa öld og ég er bara ţakklátur fyrir ađ komast í hóp ţeirra manna," sagđi Kristján Ómar Björnsson, nýráđinn ţjálfari Hauka, í viđtali viđ Fótbolta.net.

Kristján Ómar var í síđustu viku ráđinn ţjálfari Hauka en hann tekur viđ af Stefáni Gíslasyni sem lét af störfum eftir leikinn gegn Selfossi í lokaumferđinni í Inkasso-deildinni um helgina.

„Stefán Gíslason hefur gert frábćra hluti á sínu fyrsta ári í meistaraflokksţjálfun og vonandi get ég fylgt ţeim eftir. Ég heyri ţađ á stjórnarmönnunum ađ ţeir eru spenntir fyrir ţví ađ fá heimamann í ţetta starf, enda Óli Jó veriđ eini uppaldi Haukamađurinn sem hefur ţjálfađ liđiđ í seinni tíđ, og ég mun gera hvađ ég get til ađ uppfylla vćntingar ţeirra."

„Auđvitađ ţekki ég félagiđ, og flesta leikmenn ţarna ţađ vel ađ ţađ fer líklega á svig viđ einhver persónuverndarlög, og tel allar forsendur vera fyrir hendi hjá Haukum til ţess ađ gera góđa hluti og njóta ţeirra,"
sagđi Kristján Ómar sem lék međ Haukum lengst af á sínum ferli.

Í sumar var Kristján Ómar spilandi ţjálfari hjá Álftanesi sem endađi í 3. sćti í 4. deildinni.

„Ţetta ár hjá Álftanesi var fullkomiđ frá A-Ć má segja. Einum úrslitum frá draumi líkast. Félagiđ og hópurinn ţar reyndist mér hinn fullkomnni vettvangur til ţess ađ heildstćtt prufukeyra mína ađferđafrćđi sem hefur veriđ lengi í mótun. Ég hefđi glađur haldiđ áfram starfi mínu ţar og skil viđ félagiđ međ tregđa."

„Ég vil nýta tćkifćriđ og hvetja alla metnađarfulla ţjálfara til ţess ađ kynna sér ađstćđur á Álftanesi. Ţćr komu mér mjög á óvart ţrátt fyrir ađ ég búi í nćsta sveitarfélagi og lifi og hrćrist í ţessum fótboltaheimi. Falin perla."


Kjarninn í leikmannahópi Hauka hefur veriđ nokkuđ svipađur undanfarin ár. Verđa breytingar á hópnum í vetur?

„Stćrstur hluti leikmanna međ samning út nćsta ár eđa lengur en ég get vel séđ fyrir mér einhverjar breytingar á hópnum. Ég mun kynna mínar hugmyndir fyrir hópnum á nćstu dögum og gefa leikmönnum tćkifćri til ţess ađ melta ţćr í fríinu. Ég hef eingöngu áhuga á ţví ađ vinna međ mönnum sem standa heilshugar viđ ţađ sem ţeir taka sér fyrir hendur og eru tilbúnir ađ leggja á sig vinnu."

Haukar voru lengi vel nálćgt toppbaráttunni í Inkasso-deildinni í sumar. Eftir döpur úrslit í lok móts varđ 7. sćtiđ niđurstađan í deildinni. Geta Haukar gert atlögu ađ ţví ađ fara upp í Pepsi-deildina nćsta sumar?

„Ađ fullyrđa eđa spá fyrir um ţađ vćri ađ samtímis spá fyrir um gengi og ţróun styrkleika allra hinna liđanna í deildinni sem er einfaldlega ómögulegt. Ég lít fyrst og fremst á ţađ sem mitt starf ađ hjálpa leikmönnunum ađ bćta sig, skapa liđsheild og búa til samstíga liđ inni á vellinum. Síđan er bara ađ sjá hverju sú vinna skilar í baráttunni viđ hin liđin," sagđi Kristján Ómar ađ lokum.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
banner
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mán 13. nóvember 18:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 10. nóvember 16:30
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | fim 09. nóvember 17:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 08. nóvember 20:40
Ţórđur Már Sigfússon
Ţórđur Már Sigfússon | miđ 25. október 13:25
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | ţri 10. október 13:30
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson | fim 07. september 15:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | ţri 05. september 13:05
föstudagur 24. nóvember
Landsliđ - A-kvenna HM 2019
00:00 Slóvenía-Fćreyjar