Í kvöld hefjast 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar og að sjálfsögðu eru allir leikir stórleikir. Sýn gerir áskrifendum að sjálfsögðu vel og munu þeir sýna báða leikina beint, annan á Sýn og hinn á Sýn2.
Fyrir alla leiki Meistaradeildarinnar í vikunni, auk UEFA keppninnar á fimmtudaginn verður mínútu þögn til heiðurs Jóhannesi Páli páfa sem lést á laugardagskvöldið. Ekkert var spilað á Ítalíu um helgina vegna andláts hans.
Liverpool - Juventus
Anfield Road - Liverpool
Kl: 18:45 - Sýndur beint á Sýn
Allt er gert til að styrkja vináttuna milli klúbbanna og vinna þeir báðir ötullega að því. Mósaík mynd verður gerð í kvöld en þá mun Kop stúkan lyfta spjöldum sem mynda flennistóra mynd sem verður táknræn minning um Heysel. Á myndinni verður orðið Amicizia (vinátta) stafað, auk þess sem Liverfuglinn mun sjást og litir félaganna njóta sín.
Þá hafa verið útbúnir sérstakir treflar og treyjur og þá fá allir Ítalir bækling frá Liverpool þar sem verður kveðja frá Ian Rush sem lék með báðum liðum. Mynd verður af Rush í búningi sem búinn var til úr helming búninga liðanna. Aftan á bæklingnum verða skilaboðin: "Okkur þykir þetta leitt (We are sorry). You'll Never Walk Alone."
Ítalir munu einnig fá úlnliðsband sem verður rautt, hvítt og svart í litum félaganna auk fleiri hluta. Aðrir minningaratburðir munu fara fram síðar í dag, til dæmis leikur á milli stuðningsmanna félaganna.
Rafael Benítez - Liverpool: "Juventus eru mun sigurstranglegri fyrir leikinn. Þeir hafa meiri reynslu og frábæra leikmenn. Maður sér sjaldan frábæra leikmenn í lélegum liðum. Juventus hafa góða leikmenn eins og Pavel Nedved og Alessandro del Piero en það er samvinna liðsins sem gerir þá svona góða.
Flest Ítölsku liðin eru þannig. Fyrir dráttinn vorum við sammála um að Ítölsku liðin væru hættulegust. Juventus eru á meðal þeirra bestu ásamt Milan. Þeir eru sterkir, hafa frábæra leikmenn og þekkja leikinn vel. Það væri mikil áskorun að vinna þá jafnvel þó ég væri með mitt besta lið. Vandamálin sem við höfum gerir þetta enn erfiðara.
Fabio Capello - Juventus: " Anfield hefur betra andrúmsloft en allir aðrir enskir leikvangar og það getur hjálpað þeim mjög mikið. Til að ná góðum úrslitum verðum við að vera einbeittir, ákveðnir og spila með miklum karakter. Það er yndislegt andrúmsloft þarna og ég er stoltur yfir því að vera þjálfari Juventus sem er að spila við Liverpool 20 árum eftir Heysel slysið. Besta leiðin til að leggja það kvöld til hliðar er að spila góðan leik núna."
Liverpool: - Alonso í hópnum
Xabi Alonso verður á varamannabekk Liverpool í kvöld en hann ökklabrotnaði þann 1. janúar síðastliðinn. Liðið verður án Fernando Morientes og Mauricio Pellegrino sem mega ekki spila í Meistaradeildinni. Sami Hyypia kemur því inn í vörnina fyrir Pellegrino en Milan Baros í sóknina en hann afplánar þriggja leikja bann í ensku deildinni. Jerzy Dudek kemur aftur í markið fyrir Scott Carson sem spilaði gegn Bolton um helgina.
Juventus - Trezeuget tæpur
David Trezeguet er mjög tæpur fyrir leikinn en hann er meiddur á ökkla. Líklegt er að hann byrji á bekknum ásamt Marcelo Zalayeta en Pavel Nedved og Emerson ættu að byrja inni á miðjunni. Alessio Tacchinardi tekur út leikbann í kvöld.
Punktar um leikinn:
- Liverpool hafa unnið síðustu þrjá leiki sína í Meistaradeildinni. Þeir luku riðlakeppninni á 3-1 sigri á Olympiakos og unnu svo einnig 3-1 í tveimur leikjum gegn Bayer Leverkusen
- Juventus hafa ekki unnið síðust 5 útileiki gegn enskum liðum og þeir hafa tapað í síðstu þremur leikjum á Englandi
- Stephen Warnock, Jamie Carragher, Dietmar Hamann (Liverpool) og Lilian Thuram, Fabio Cannavaro og Emerson (Juventus) fá leikbann fái þeir gult spjald í leiknum í kvöld
- Sami Hyypia er eini leikmaður Liverpool sem hefur spilað allar 720 mínúturnar í Meistaradeildinni á tímabilinu
- Zlatan Ibrahimovic og Gianluca Zambrotta hafa tekið þátt í öllum leikjum Juventus en enginn hefur spilað allar 720 mínúturnar.
- Fernando Morientes á afmæli í dag en Emerson átti afmæli í gær
- Luis Garcia er markahæsti leikmaður Liverpool í keppninni með þrjú mörk
- Pavel Nedved, Allessandro Del Piero og Marcelo Zalayeta hafa allir skorað 2 mörk fyrir Juventus
- Liverpool unnu Bolton 1-0 um helgina í deildinni og skoraði Igor Biscan eina markið
- Juventus spilaði ekki um helgina vegna andláts Jóhannes Páls Páfa
- Liverpool eru í 5. sæti deildarinnar
- Juventus deilda efsta sætinu heima með AC Milan
Gerland stadium - Lyon
Kl: 18:45 - Sýndur beint á Sýn2
Það er ekkert skrýtið að þessi leikur falli í skuggann á leik Juventus og Liverpool enda hin liðin stærri, eiga mun fleiri stuðningsmenn ásamt sögunni í kringum Heysel. Lyon eru með frábært lið sem hefur burði til að vinna þessa keppni.
Það er engin tilviljun af hverju öll "stóru" liðin vildu forðast franska liðið í 8-liða úrslitunum. Þeir hafa lykilmenn á borð við Juninho Pernambucano, Michael Essien og Sylvain Wiltord.
PSV Eindhoven sitja í efsta sætinu í Hollandi. Þeir eru með heilsteypt lið sem er drifið áfram af Mark van Bommel fyrirliða PSV. Þeir hafa stórhættulega menn á borð við Johan Vogel og Jan Vennegoor of Hesselink og þrátt fyrir að vera ekki líklegt til afreka gætu Hollendingarnir vel komið á óvart.
Lyon: Frönsku meistararnir mæta með fullskipað lið til leiks í kvöld. Enginn bönn eða meiðsli eru hjá liðinu og þeir leyfðu sér meira að segja þann lúxus að hvíla Sylvain Wiltord og Sydney Govou og um helgina.
PSV Eindhoven: Aðeins John de Jong er frá vegna meiðsla í liði PSV sem mætir annars með fullskipað lið. Þetta geriri leikinn enn meira athyglisverðan þar sem ekki er hægt að skella skuldinni á meiðsli.
Athugasemdir