
I-riðillinn í undankeppni HM, riðill Íslands, er sá mest spennandi af öllum riðlum í keppninni. Fjögur lið eiga möguleika á tveimur efstu sætunum þegar tvær umferðir eru eftir.
Ef lið enda jöfn að stigum ræður markatala úrslitum í riðlinum. Ef markatalan er jöfn endar liðið með fleiri mörk skoruð ofar. Ef markatalan er alveg eins þá ráða innbyrðis viðureignir.
Staðan í riðlinum
1. Króatía 16 stig (+9)
2. Ísland 16 stig (+4)
3. Tyrkland 14 stig (+4)
4. Úkraína 14 stig (+4)
5. Finnland 7 stig (-4)
6. Kosóvó 1 stig (-17)
Efsta sætið í riðlinum skilar sæti á HM í Rússlandi á næsta ári. 2. sætið fer líklega í umspil í nóvember en 2. sætið gefur sæti í umspili í 8 af 9 riðlum í keppninni. Þar strokast út árangur gegn neðsta liðinu í riðlinum. Eins og staðan er núna dugir árangurinn í 2. sæti í riðli Íslands til að ná í umspil.
Fjögur stig í síðustu tveimur leikjunum tryggir Íslandi að minnsta kosti 2. sætið í riðlinum. Ísland heimsækir Tyrkland í kvöld áður en liðið mætir Kosóvó á Laugardalsvelli á mánudaginn.
Eins og sjá má á töflu Péturs Sæmundsen hér að neðan þá getur ýmislegt gerst í næstsíðustu umferðinni. Með sigri á Tyrkjum er Ísland í toppmálum fyrir lokaumferðina, jafntefli þýðir að sigur gegn Kosóvó ætti að duga í umspil en tap þýðir að vonirnar eru litlar fyrir lokaleikinn.
Allir 27 möguleikarnir eftir næstu umferð í @EuroQualifiers . Getur svo mikið gerst! Stærsti leikur í sögu Íslands enn og aftur #fotboltinet pic.twitter.com/0pV5GI0Pku
— Pétur Sæmundsen (@PeturSaem) September 28, 2017
Leikirnir sem eru eftir
Í kvöld
Tyrkland - Ísland
Króatía - Finnland
Kosóvó - Úkraína
Mánudagur 9. október
Finnland - Tyrkland
Úkraína - Króatía
Ísland - Kosóvó
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir