Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 04. október 2017 18:52
Orri Rafn Sigurðarson
Binni Gests ráðinn þjálfari ÍR (Staðfest)
Ísleifur Gissurarson formaður knattspyrnudeildar ÍR og Brynjar Þór Gestsson.
Ísleifur Gissurarson formaður knattspyrnudeildar ÍR og Brynjar Þór Gestsson.
Mynd: ÍR
ÍR hefur ráðið Brynjar Þór Gestsson sem þjálfara meistaraflokks karla til næstu þriggja ára. Brynjar tekur við liðinu af Arnari Þór Valssyni, Addó, sem stýrt hafði liðinu undanfarin fimm ár. Ásgeir Aron Ásgeirsson mun halda áfram sem aðstoðarþjálfari.

ÍR endaði í 10. sæti Inkasso Deildarinnar á nýliðnu tímabili.

Brynjar sem hefur verið viðloðandi þjálfun frá arinu 2003, stýrði ÍR í 8 leikjum árið 2006 og er því aðeins kunnugur Breiðholtinu. Árið 2013 tók Brynjar við liði Fjarðabyggðar í 3. deildinni en á þremur árum fór hann með liðið upp um tvær deildir og stýrði þeim í 7. sæti fyrstu deildar árið 2015 áður en leiðir skildu. Hann stýrði liði Þróttar Vogum í 3. deildinni í fyrra en Þróttur V endaði í öðru sæti deildarinnar og munu því spila í 2. deild að ári.

„Við ÍR-ingar erum hæst ánægðir með að hafa fengið Brynjar til liðs við okkur fyrir komandi átök. Brynjar er einn af efnilegri þjálfurum landsins og hefur náð glæsilegum árangri þar sem hann hefur þjálfað," sagði Ísleifur Gissurason formaður knattspyrnudeildar ÍR við Fótbolti.net

„Spilamennska liðsins og hugarfar var að mörgu leyti flott í sumar þrátt fyrir að stigasöfnunin hafi ekki gengið jafn vel og við hefðum viljað. Þess vegna teljum við að grundvöllur sé fyrir því að gera betur á næstu árum og færast nær því að vera á þeim stað sem okkar sögufræga félag á að vera."

Það hefur verið mikill uppgangur hjá Breiðhyltingum undanfarin ár en þeir komust upp úr 2. deildinni í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner