Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. október 2017 16:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gústi Gylfa: Rétti tímapunkturinn að færa mig yfir
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, annars væri ég ekki að taka þetta að mér," sagði Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag. Ágúst er staddur í fríi í Flórída, en hann gaf sér tíma í að ræða við fréttamann um nýja starfð.

„Ég er gífurlega ánægður að fá tækifæri til að þjálfa Blikana, þetta er flottur hópur af strákur og það er góð umgjörð í kringum félagið."

Ágúst segir að aðdragandinn hafi ekki verið langur.

„Nei, hann var ekki svo langur. Blikarnir höfðu samband við Fjölni og máttu hafa samband við mig og gerðu það. Eigum við ekki bara að segja að aðdragandinn hafi verið góður? Ekkert of langur eða oft stuttur. Ég er ánægður hvernig félögin tækluðu þetta saman."

„Ég bý í Kópavogi og krakkarnir mínir hafa spilað með Breiðablik. Þetta er líka stór klúbbur, hér eru ungir og efnilegir strákar og mikið af uppöldum leikmönnum. Þetta er góð blanda af leikmönnum og klúbburinn er vel stýrður, það er góð stjórn í kringum þetta."

„Þetta er svipaður klúbbur og Fjölnir og ég hlakka til að vinna þarna. Ég er gífurlega sáttur."

Erfitt að yfirgefa Fjölni

„Það er mjög erfitt að yfirgefa Fjölni, ég er búinn að vera þar í tíu ár. Fyrst sem leikmaður, síðan sem aðstoðarþjálfari og núna sem aðalþjálfari í sex ár. Mér fannst þetta rétti tímapunkturinn núna að færa mig yfir," sagði Ágúst.

„Fjölnir er þannig klúbbur sem þú tengist vel og það er mjög erfitt að yfirgefa félagið."

„Þetta var góður tímapunktur að færa mig yfir þar sem ég var búinn að vera hliðhollur félaginu í tíu ár."

„Við gerðum þetta í góðu og ég held að þetta sé gott skref fyrir mig og Fjölni líka, að fá góðar áherslur og nýjan mann í brúna. Þess vegna tók ég líka þessa ákvörðun."

„Nú er þetta nýtt verkefni fyrir mig og ég er klár í slaginn."

Sjá einnig:
Fjölnismenn ekki svekktir - „Kveðjum Gústa með söknuði"
Athugasemdir
banner
banner
banner