Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. október 2017 13:43
Elvar Geir Magnússon
Björn Daníel kallar eftir styttu af Heimi í Krikanum
Heimir og Björn Daníel.
Heimir og Björn Daníel.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Björn Daníel Sverrisson, fyrrum miðjumaður FH, segir að það ætti að byggja styttu af Heimi Guðjónssyni fyrir utan Kaplakrika.

Heimir var í síðustu viku óvænt rekinn sem þjálfari FH eftir að hafa verið 18 ár hjá félaginu, fyrst sem leikmaður og fyrirliði og síðan sem aðstoðarþjálfari áður en hann varð aðalþjálfari.

Undir stjórn Heimis sem þjálfari var FH fimm sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari, árið 2010.

„Heimir gaf mér fyrsta sénsinn árið 2008. Heimir gaf mér svo ótalmarga sénsa í viðbót þegar margir aðrir hefðu ekki nennt að standa í mér," skrifaði Björn Daníel á Twitter en hann er uppalinn hjá FH.

Hann er 27 ára og spilar í dag fyrir Vejle Boldklub.

„Heimir er einn mikilvægasti liðurinn í því að mér hefur gengið vel á ferlinum. Hann er líklega með eitt besta football IQ af þeim mönnum sem ég hef kynnst í gegnum fótboltaferilinn. Það ætti að byggja styttu af honum fyrir utan Kaplakrika. Gaurinn er FH."

„Þetta hljómar reyndar eins og Heimir hafi dáið. Hann er að ég held ennþá lifandi og líklegur til þess að lyfta svona 10-15 dollum í viðbót."

Fleiri leikmenn hafa þakkað Heimi fyrir á samskiptamiðlum, þar á meðal Böðvar Böðvarsson sem er núverandi leikmaður FH.

„Heimir á mjög mjög stóran hlut í því sem hefur gerst og því sem mun gerast í mínum ferli #takkheimir," skrifaði Böðvar, eða Böddi löpp eins og hann hann er kallaður.






Athugasemdir
banner
banner