Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 10. október 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Collymore hitti Heimi, Guðna Bergs og Bjarna Ben í dag
Icelandair
Guðni Bergsson, Stan Collymore og Heimir Hallgrímsson á Laugardagsvelli í dag.
Guðni Bergsson, Stan Collymore og Heimir Hallgrímsson á Laugardagsvelli í dag.
Mynd: Twitter - Stan Collymore
Stan Collymore, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, hefur undanfarna daga skemmt sér vel á Íslandi.

Hann kom til Íslands um síðastliðna helgi.

Hann kíkti í Fífuna og sunnudaginn og fylgdist þar með æfingu hjá Breiðabliki. Collymore fór síðan í viðtal við Fótbolta.net á Laugardalsvelli síðar um daginn. Það má sjá hér neðst í fréttinni.

Í gær fylgdist hann svo með Íslandi tryggja sér þáttökurétt á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Ísland vann Kosóvó 2-0 á Laugardalsvelli og Collymore fylgdist vel með úr blaðamannastúkunni.

Hann er hér á landi við tökur á nýjum sjónvarpsþætti, en hann er að gera einn þátt um Ísland.

Hann hefur nýtt daginn í dag vel. Hann hitti forsætisráðherrann, Bjarna Benediktsson og ræddi við hann um ævintýri Íslands. Eftir það dreif hann sig niður á Laugardalsvöll þar sem hann hitti Guðna Bergsson, formann KSÍ, og landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson.

„Annað frábært viðtal, í þetta skiptið við landsliðsþjálfarann Heimi og Guðna Bergsson, formann KSÍ og fyrrum mótherja úr enska boltanum," skrifar Collymore en hann og Guðni áttust við í enska boltanum á sínum tíma. Guðni spilaði með Bolton og Tottenham.

Sjá einnig:
Heimir skammaði Stan Collymore - „Þetta er ekki spurning"





Stan Collymore: Verð með bjór og íslenska fánann í andlitinu
Athugasemdir
banner
banner