Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 11. október 2017 16:29
Magnús Már Einarsson
Stjarnan áfram í 16-liða með stæl - Spila í nóvember
Sjáðu mörkin neðst í fréttinni
Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk.
Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rossiyanka 0 - 4 Stjarnan (1-5 samanlagt)
0-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('41)
0-2 Kristrún Kristjánsdóttir ('49)
0-3 Katrín Ásbjörnsdóttir ('54)
0-4 Anastasiya Ananyeva ('63, sjálfsmark)
Rautt spjald: Darya Yakovleva (Rossiyanka) ('75)

Stjarnan tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum í Meistaradeild kvenna með 4-0 sigri á Rossiyanka í Rússlandi í dag og 5-1 samanlagt. Stjarnan er fyrsta íslenska liðið sem nær í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í sögunni.

Katrín Ásbjörnsdóttir braut ísinn í dag með laglegri hælspyrnu eftir að Agla María Albertsdóttir fór upp vinstri kantinn og sendi fyrir.

Kristrún Kristjánsdóttir skoraði annað markið beint úr hornspyrnu. Katrín bætti við öðru marki sínu eftir aðra hornspyrnu frá Kristrúnu áður en Anastasiya Ananyeva skoraði sjálfsmark.

Stjarnan verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit á mánudag. 16-liða úrslitin fara fram 8-9 og 15-16. nóvember næstkomandi og því má búast við að kalt verði í veðri í heimaleiknum í Garðabæ.

Hér að neðan má sjá fyrstu þrjú mörk Stjörnunnar í dag.



Athugasemdir
banner
banner