fim 12. október 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Blikar bjartsýnir á að halda Kristni Jónssyni
Kristinn Jónsson.
Kristinn Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vonast til að ganga frá nýjum samningi við vinstri bakvörðinn Kristin Jónsson.

Kristinn kom aftur heim í Breiðablik í sumar eftir dvöl í Noregi í eitt og hálft ár. Kristinn gerði samning út tímabilið við Blika en í Kópavoginum vonast menn til að halda honum.

„Við erum í viðræðum við hann. Ég er mjög jákvæður á að ná samningum," sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Kristinn er 27 ára gamall en hann hefur meðal annars verið orðaður við Val í slúðurpakkanum í haust.

Erlendu leikmennirnir Dino Dolmagic og Martin Lund Pedersen eru báðir samningslausir hjá Breiðabliki en ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíð þeirra að sögn Eysteins.

Þá er ekki ennþá ljóst hver verður aðstoðarþjálfari með Ágústi Gylfasyni en hann var ráðinn þjálfari Breiðabliks í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner