Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mið 18. október 2017 21:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brynjar Björn tekur við HK (Staðfest)
Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson er tekinn við stjórnartaumunum hjá HK. Frá þessu segir Kópavogsfélagið núna í kvöld.

Brynjar Björn tekur við liði fólksins af Jóhannesi Karli Guðjónssyni, sem tók við uppeldisfélaginu ÍA á dögunum.

Brynjar Björn skrifaði undir tveggja ára samning við HK.

„Brynjar Björn hefur starfað sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar með góðum árangri undanfarin fjögur ár auk þess að hafa þjálfað yngri flokka félagsins. Brynjar Björn kom jafnframt að þjálfun hjá unglingaliðum Reading á sínum tíma. Hann býr yfir mikilli reynslu sem atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu til fjölda ára meðal annars hjá Stoke og Reading," segir á heimasíðu HK.

„Það er mér mikil ánægja og eftirvænting að þjálfa meistaraflokk karla hjá HK. Félagið náði góðum árangri á síðasta keppnistímabili sem spennandi verður að byggja ofan á. HK er ört vaxandi félag með mikinn fjölda iðkenda og frábæra aðstöðu," sagði Brynjar.

HK endaði í fjórða sæti Inkasso-deildarinnar í sumar eftir ótrúlegan seinni hluta á tímabilinu. Eftir tímabilið var Jóhannes Karl Guðjónsson svo valinn þjálfari ársins í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner