Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. október 2017 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Fyrsta tap Man Utd kom gegn Huddersfield
Mynd: Getty Images
City jók forskot sitt á toppnum.
City jók forskot sitt á toppnum.
Mynd: Getty Images
Óvænt úrslit áttu sér stað í ensku úrvalsdeildinni í dag. Huddersfield skákaði meistaraefnum Manchester United á heimavelli.

Phil Jones fór af velli meiddur í fyrri hálfleiknum og eftir það hrundi leikur United. Huddersfield setti tvö mörk á skömmum tíma og hinn sænski Victor Lindelöf var harðlega gagnrýndur fyrir innkomu sína.

Jose Mourinho gerði tvöfalda breytingu í hálfleik og United pressaði stíft, sérstaklega síðasta stundarfjórðunginn. Marcus Rashford skoraði eftir flottan undirbúning frá Romelu Lukaku, en United komst ekki lengra þrátt fyrir góða sénsa undir lokin.

Frábær úrslit fyrir Huddersfield, en United var að tapa sínum fyrsta leik og það nýttu nágrannarnir í Manchester City sér.

City knúði fram sigur gegn Burnley, 3-0. Lærisveinar Pep Guardiola hafa verið að spila stórkostleg og það virðist fátt geta stöðvað þá.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðustu 20 mínúturnar á Etihad.

Newcastle lagði Crystal Palace 1-0, Bournemouth lagði Stoke og Leicester vann sinn fyrsta leik eftir að Craig Shakespeare var rekinn.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar dagsins.

Huddersfield 2 - 1 Manchester Utd
1-0 Aaron Mooy ('28 )
2-0 Laurent Depoitre ('33 )
2-1 Marcus Rashford ('78 )

Manchester City 3 - 0 Burnley
1-0 Sergio Aguero ('30 , víti)
2-0 Nicolas Otamendi ('73 )
3-0 Leroy Sane ('75 )

Newcastle 1 - 0 Crystal Palace
1-0 Mikel Merino ('86 )

Stoke City 1 - 2 Bournemouth
0-1 Andrew Surman ('16 )
0-2 Junior Stanislas ('18 , víti)
1-2 Mame Diouf ('63 )

Swansea 1 - 2 Leicester City
1-0 Federico Fernandez ('25 , sjálfsmark)
1-1 Shinji Okazaki ('49 )
2-1 Alfie Mawson ('56 )

Leikur Southampton og West Brom hefst 16:30
Athugasemdir
banner
banner
banner