Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. október 2017 16:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Churchill forsætisráðherra síðast er Huddersfield vann United
Mynd: Getty Images
Óvænt úrslit áttu sér stað í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Huddersfield lagði Manchester United, 2-1.

„Þegar betra liðið vinnur er ekkert hægt að segja," sagði Jose Mourinho, stjóri Manchester United, eftir leikinn.

Það er mjög langt síðan United tapaði síðast gegn Huddersfield í deildarleik, þ.e.a.s. fyrir þennan leik í dag. Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1952, hvorki meira né minna.

Árið 1952 var Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands. Það setur hlutina aðeins í samhengi.



Athugasemdir
banner
banner