Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. október 2017 16:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wagner: Stór dagur fyrir alla í Huddersfield
Mynd: Getty Images
„Við sýndum mikla baráttu og það skila okkur þessum sigri. Þetta var ekki heppni, við áttum þetta skilið," sagði David Wagner, stjóri Huddersfield, eftir stórkostlegan 2-1 sigur á Manchester United í dag.

„Við þurftum að breyta leikstíl fyrir þennan leik, við sátum dýpra á vellinum og ætluðum að sækja hratt. Það tókst upp. Þetta er stór, stór dagur fyrir alla í Huddersfield."

„Ég sagði við leikmennina fyrir leikinn að ég myndi ekki búast við úrslitum, en ég trúði því að við gætum fengið þau. Við erum stoltir að því að við skyldum ná að vinna Manchester United, ég hef sjaldan ef aldrei verið eins stoltur á þjálfaraferli mínum."

„Þetta er annar kafli í ævintýrið sem hófst fyrir tveimur árum."

Næst á dagskrá hjá lærisveinum Wagner er Liverpool.

„Ég vil ekki hugsa um leikinn gegn Liverpool í dag. Dagurinn í dag snýst bara um þennan sigur. Við hugsum um Liverpool á morgun."
Athugasemdir
banner
banner
banner