Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. október 2017 14:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arsenal keyrði yfir slaka Everton-menn
Mynd: Getty Images
Everton 2 - 5 Arsenal
1-0 Wayne Rooney ('12 )
1-1 Nacho Monreal ('40 )
1-2 Mesut Ozil ('53 )
1-3 Alexandre Lacazette ('74 )
1-4 Aaron Ramsey ('90 )
2-4 Oumar Niasse ('90)
2-5 Alexis Sanchez ('90)
Rautt spjald:Idrissa Gueye, Everton ('69)

Everton heldur áfram á sömu braut í ensku úrvalsdeildinni. Liðið fékk Arsenal í heimsókn á Goodison Park í dag.

Everton komst reyndar yfir í þessum leik. Wayne Rooney skoraði þá með flottu skoti eftir að Granit Xhaka tapaði boltanum. Markið var sérstakt fyrir Rooney þar sem hann skoraði einnig gegn Arsenal, fyrir Everton á þessum velli, fyrir núna 15 árum síðan.

Forysta Everton entist ekki fram að hálfleik þar sem varnarmaðurinn Nacho Monreal náði að jafna á 40. mínútu.

Arsenal var að spila vel og þeir héldu þar sem frá var horfið í seinni hálfleiknum og þeir keyrðu yfir Everton. Mesut Özil skoraði fyrst með skalla áður en Alexandre Lacazette og Aaron Ramsey bættu við.

Varamaðurinn Oumar Niasse minnkaði muninn í uppbótartíma eftir
skelfileg mistök Petr Cech í marki Arsenal, en stuttu seinna gerði Alexis Sanchez fimmta mark Arsenal.

Gylfi Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton.

Everton er í 18. sæti deildarinnar með átta stig eftir níu leiki. Mikil pressa er komin á Ronald Koeman, stjóra Everton og það kæmi ekki á óvart ef hann yrði rekinn á næstu dögum, jafnvel í kvöld eða á morgun. Arsenal er í fimmta sæti eftir þennan sigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner