fös 27. október 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Gunnhildur Yrsa spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Liverpool nær óvænt að halda hreinu samkvæmt spánni.
Liverpool nær óvænt að halda hreinu samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Topplið City heldur áfram á skriði.
Topplið City heldur áfram á skriði.
Mynd: Getty Images
Gunnar Jarl Jónsson jafnaði besta árangur tímabilsins þegar hann fékk sex rétta í spánni fyrir enska boltann um síðustu helgi.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hjálpaði Íslandi að vinna Þýskaland í síðustu viku. Hún spáir í leikina á Englandi að þessu sinni.

Klukkan á Englandi breytist aðfaranótt sunnudags og því eru aðrar tímasetningar á sunnudags og mánudagsleikjunum en hingað til á tímabilinu.



Manchester United 1 - 1 Tottenham (11:30 á morgun)
Stórleikur umferðarinnar og vonandi mun hann standast væntingar. Ég vona að það verði markaveisla en bæði
þessi lið eru buin að fá lítið af mörkum á sig og ég spái 1-1 jafntefli. Rashford og Son skora.

Arsenal 3 - 0 Swansea (14:00 á morgun)
Þó að það taki stundum á að halda með þeim þá eru Arsenal mínir menn. Þetta er leikur sem þeir eiga að taka og ég segi að þeir taki hann sannfærandi 3-0. Væri gaman að sjá nýju vonina Nketiah fá mínútur í leiknum.

Crystal Palace 1 - 2 West Ham (14:00 á morgun)
Báðum liðum hefur gengið brösulega í deildinni og halda liklega bæði að þetta sé leikurinn sem allt mun snúast við. Palace tapaði í deildabikarnum meðan West Ham vann eftir að hafa lent 2-0 undir og það hlýtur að gefa mönnum smá auka boost. 1-2 fyrir West Ham.

Liverpool 2 - 0 Huddersfield (14:00 á morgun)
Allir að tala um hvað vörnin hjá Liverpool sé léleg og Huddersfeild eru líklega ennþá að jafna sig á sigrinum á United síðustu helgi. Ætla spá að Liverpool haldi óvænt hreinu og vinni 2-0.

Watford 0 - 0 Stoke (14:00 á morgun)
Mikil jafnteflis lykt af þessum leik og ég ætla að spá að enginn muni ná að skora, en það verða samt slatta af færum.

WBA 0 - 3 Manchester City (14:00 á morgun)
Þetta City lið lítur rosalega vel út og það er erfitt að sjá hin liðin stoppa þá. Pulis mun liklega setja alla sína menn í teginn og reyna bara að halda í jafnteflið en því miður gengur það ekki City vinnur svona 3-0.

Bournemouth 1 - 3 Chelsea (16:30 á morgun)
Chelsea eru bunir að tapa bæði fyrir Palace og Burnley á þessu tímabili og þetta gæti verið hættulegur leikur fyrir þá. En held reyndar að þeir vinni þennan leik þó að það verði ekki auðvelt.

Brighton 1 - 0 Southampton (13:30 á sunnudag)
Ætla að spá óvæntum sigri Brighton manna hér. Heimavöllur fyrir nýliðanna gefur þeim extra pepp og þeir vinna.

Leicester 2 - 2 Everton (16:00 á sunnudag)
Þetta verður markaleikur. Bæði lið nýbuin að losa sig við stjóranna sína og leikmenn beggja liða vilja sýna að þeir eigi heima í byrjunarliðinu. Því miður gengur það bara upp hjá sóknarmönnum liðanna því ég spái 2-2.

Burnley 0 -1 Newcastle (20:00 á mánudag)
Verður jafn leikur alveg þangað til í lokin en þá nær annað hvort liðið að stela sigrium og ég ætla að giska á að það verði Newscastle.

Fyrri spámenn:
Gunnar Jarl Jónsson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Lillý Rut Hlynsdóttir (6 réttir)
Steindi Jr (6 réttir)
Gummi Ben (5 réttir)
Viðar Skjóldal - Enski (5 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Jón Ragnar Jónsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner