Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. október 2017 15:15
Magnús Már Einarsson
Guðbjörg tilnefnd sem besti markvörðurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir er tilnefnd sem besti markvörður ársins í Svíþjóð.

Í valinu koma til greina markverðir í sænsku úrvalsdeildinni og sænskir markverðir sem leika utan Svíþjóðar.

Hilda Carlén hjá Pitea og Hedvig Lindahl hjá Chelsea á Englandi koma einnig til greina í valinu.

Guðbjörg hefur fengið 22 mörk á sig í 16 leikjum með Djurgarden á tímabilinu en liðið er í 5. sæti í sænsku úrvalsdeildinni.

Valið verður tilkynnt á sérstöku verðlaunakvöldi þann 20. nóvember næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner