Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
   þri 31. október 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Frá Grindavík til Atalanta
Carolina Mendes.
Carolina Mendes.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Portúgalska landsliðskonan Carolina Mendes hefur yfirgefið Grindavík og gengið til liðs við Atalanta Mozzanica í Serie A á Ítalíu.

Carolina er sóknarmaður en hún skoraði tvö mörk með Portúgal á EM í sumar. Þá skoraði þrjú mörk í sautján leikjum í Pepsi-deildinni með Grindavík í sumar.

Carolina er fimmti leikmaðurinn úr Pepsi-deildinni í sumar sem fær félagaskipti yfir í Serie A.

Arna Sif Ásgrímsdóttir úr Val og Berglind Björg Þorvaldsdóttir úr Breiðabliki gengu í raðir Verona á meðan Sigrún Ella Einarsdóttir fór úr Stjörnunni í Fiorentina og Brooke Tatum Hendrix fór úr Fylki í Brescia.

Þá fór Kristrún Rut Antonsdóttir frá Selfossi í Chieti sem spilar í Serie B á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner