Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. október 2017 11:09
Elvar Geir Magnússon
Tékkar tilkynna hópinn sem mætir Íslandi og Katar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tékkland hefur opinberað landsliðshóp sinn sem mætir Íslandi í vináttulandsleik í Katar í næstu viku.

Leikur Tékklands og Íslands verður miðvikudaginn 8. nóvember.

Íslenski landsliðshópurinn verður opinberaður á föstudag en liðið mun leika tvo vináttuleiki í Katar, gegn Tékkum og svo gegn heimamönnum 14. nóvember.

Með þessum leikjum hefst undirbúningurinn fyrir HM í Rússlandi af alvöru.

Tékkar enduðu í þriðja sæti í sínum riðli í undankeppni HM 2018 og verða því ekki í Rússlandi næsta sumar. Þetta verður í sjötta skipti sem Ísland og Tékkland mætast, en Ísland hefur unnið tvo leiki og Tékkland þrjá. Þau mættust síðast 12. júní 2015 í undankeppni EM 2016, en þá vann Ísland 2-1 sigur á Laugardalsvelli.

Meðal leikmanna í hópi Tékklands eru tveir leikmenn Udinese, samherjar Emils Hallfreðssonar. Hópinn má sjá hér að neðan.

Markverðir: Tomas Koubek (Rennes), Jiri Pavlenka (Werder Bremen), Tomas Vaclik (Basel).
Varnarmenn: Jakub Brabec (Genk), Jan Boril (Slavia Prag), Ondrej Celustka (Antalyaspor), Tomas Kalas (Fulham), Filip Novak (Midtjylland), Radim Reznik (Viktoria Plzen), Marek Suchy (Basel).
Miðjumaður: Antonin Barak (Udinese), Borek Dockal (Henan Jianye), Robert Hruby (Banik Ostravva), Josef Husbauer (Slavia Prag), Jakub Jankto (Udinese), Jan Kopic (Viktoria Plzen), Tomas Soucek (Slavia Prag), Jan Sykora (Slavia Prag).
Sóknarmenn: Michael Krmencik (Viktoria Plzen), Matej Vydra (Derby).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner