mið 01. nóvember 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Móðir Pyry Soiri á Íslandi: Hvar get ég talað um fótbolta?
Færslan á Facebook í dag.
Færslan á Facebook í dag.
Mynd: Facebook
Finnski fótboltamaðurinn Pyry Soiri er í miklum metum hjá aðdáendum íslenska landsliðsins eftir jöfnunarmarkið sem hann skoraði gegn Króatíu í síðasta mánuði.

Soiri jafnaði undir lokin gegn Króatíu á sama tíma og Ísland vann Tyrkland 3-0 á útivelli. Ísland náði fyrsta sætinu í undankeppninni eftir þessi úrslit og tryggði sér sæti á HM.

7400 Íslendingar eru í aðdáendaklúbbi Soiri á Facebook en þar kom skemmtilegur póstur inn í morgun.

Iina Soiri, móðir Pyri, er mætt til Íslands og hún er vel meðvituð um frægð sonarins á landinu.

„Góðan daginn Reykjavík! Hvar getum við talað um fótbolta hér?" sagði Iina í færslu sinni á Facebook en margir hafa likeað færsluna.

Sjá einnig:
Pyry Soiri: Thank you Mr. President!
Athugasemdir
banner
banner