Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. nóvember 2017 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Hörður lagði upp með löngu innkasti
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon fékk tækifæri í byrjunarliði Bristol City í ensku Championship-deildinni í dag.

Það er ekki annað hægt að segja en að Hörður hafi nýtt tækifærið vel.

Hann lagði upp sigurmark Bristol í 2-1 sigri á Cardiff, en Bristol komst upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum, einu stigi á eftir Cardiff.

Hér að neðan er myndband af sigurmarki Bristol í leiknum, en það kom eftir mjög langt innkast frá Herði, sem rataði inn á markteig, á kollinn á varnarmanninum Aden Flint sem skallaði boltann inn.

Stuðningsmenn Bristol City eru mjög hrifnir af innköstum Harðar, en oftar en ekki er víkingaklappið tekið þegar hann kastar boltanum.



Athugasemdir
banner
banner
banner