Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. nóvember 2017 09:35
Magnús Már Einarsson
Shearer: Wenger skuldar Sterling afsökunarbeiðni
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Alan Shearer, sérfræðingur BBC, er ósáttur með ummæli sem Arsene Wenger, stjóri Arsenal, lét falla í viðtali eftir 3-1 tapið gegn Manchester City í gær.

Annað mark City kom úr umdeildri vítaspyrnu sem City fékk eftir að Raheem Sterling féll eftir baráttu við Nacho Monreal.

„Mér fannst þetta ekki vera vítaspyrna. Við vitum að Sterling er góður í að dýfa sér. Hann gerir það mjög vel," sagði Wenger eftir leik.

Shearer tók upp hanskann fyrir Sterling. „Það er engin möguleiki að þetta sé dýfa. Þetta var víti."

„Það er eitt hjá Wenger að beina athyglinni frá liði sínu en það er annað að efast um heiðarleika einhvers og hafa rangt fyrir sér. Ég held að hann skuldi Sterling afsökunarbeiðni,"
sagði Shearer.

Sjáðu atvikið á vef Vísis (1:10)
Athugasemdir
banner
banner
banner