Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. nóvember 2017 14:53
Magnús Már Einarsson
Pirlo leggur skóna á hilluna
Leggur skóna á hilluna.
Leggur skóna á hilluna.
Mynd: Getty Images
Ítalski miðjumaðurinn Andrea Pirlo hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 38 ára að aldri.

Pirlo spilaði um helgina sinn síðasta leik í MLS-deildinni með New York City.

Pirlo á farsælan feril að baki en hann spilaði 116 landsleiki og varð Heimsmeistari með Ítalíu árið 2016.

Hann spilaði einnig með Brescia, Inter, AC Milan og Juventus í Serie A á ferli sínum.

Pirlo vann Meistaradeildina með AC Milan 2003 og 2007 og varð tvívegis ítalskur meistari með liðinu. Þá varð hann fjórum sinnum ítalskur meistari með Juventus.

„Ég vil nota tækifærið og þakka fjölskyldu mínu og börnunum fyrir stuðninginn sem þau hafa alltaf gefið mér," sagði Pirlo í bréfi á Twitter í dag.

„Ég vil þakka öllum liðum sem ég hef spilað með, öllum liðsfélögum og öllu því fólki sem hefur gert feril minn ótrúlegan. Síðast en ekki síst vil ég þakka stuðningsmönnum alls staðar í heiminum fyrir stuðninginn. Þið verðið alltaf mér við hlið og eigið alltaf stað í hjarta mínu."



Athugasemdir
banner
banner