Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   þri 12. apríl 2005 21:43
Elvar Geir Magnússon
Það sauð upp úr í grannaslagnum (Myndir)
Materazzi (Inter) og Rui Costa (AC Milan)
Materazzi (Inter) og Rui Costa (AC Milan)
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Grannarnir í Inter Milan og AC Milan mættust í seinni leiknum í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. AC Milan vann fyrri leikinn 2-0 en leikurinn í kvöld var skráður heimaleikur Inter. Aðeins voru 73 mínútur leiknar í kvöld áður en þýski dómarinn Markus Merk stöðvaði leikinn en þá var staðan 1-0 fyrir AC Milan og samtals 3-0.

Andriy Shevchenko kom Milan yfir í kvöld eftir nákvæmlega hálftíma leik með frábæru skoti. Inter fékk síðan sín færi til að jafna metinn en náðu ekki að koma boltanum í netið fyrr en um 20 mínútur voru til leiksloka. Þá kom Esteban Cambiasso boltanum í netið en markið var dæmt af og allt trylltist meðal stuðningsmanna Inter fyrir aftan markið.

Stuðningsmenn Inter fóru að grýta flöskum, blysum og allskonar dóti og drasli inn á völlinn. Blys lenti í öxl markvarðar AC Milan, Dida, og þurfti hann aðhlynningu. Á meðan hann lá á vellinum reyndu leikmenn Inter að biðla því til stuðningsmanna liðsins að hætta að grýta hlutum inn á völlinn en ekkert gekk.

Merk dómari lét leikmenn halda inn til búningsherbergja og beið í 25 mínútur. Þá fóru liðin inn á völlinn aftur og ákveðið var að reyna að hefja leik að nýju. Christian Abbiati varamarkvörður AC Milan var kominn inn á völlinn en ekkert fékk hann að spila því að stuðningsmenn Inter höfðu ekkert lært á þessum 25 mínútum og héldu áfram óskemmtilegri hegðun sinni. Merk gafst því upp og leik var hætt.

AC Milan kom með þá hugmynd að liðin myndu skipta um vallarhelming það sem eftir lifði leiks en það samþykkti Merk ekki.

Ekki er vitað hvað UEFA mun gera í málinu en líklegast er að úrslit leiksins verði látin standa og AC Milan kemst áfram með samtals 3-0 sigur. Þá mun Inter líklegast fá himinháa sekt og heimaleikjabann.

Fleiri myndir hér fyrir neðan - Smelltu á þær til að sjá þær stærri.


Inter: Toldo; J Zanetti, Cordoba, Materazzi, Favalli; van der Meyde, C Zanetti (Mihajlovic 46), Veron, Cambiasso, Kily Gonzalez (Cruz 46); Adriano (Martins 50)

Milan: Dida (Abbiati 74); Cafu, Nesta, Stam, Maldini; Ambrosini, Pirlo, Seedorf; Kakà; Crespo (Rui Costa 69), Shevchenko

Athugasemdir
banner
banner
banner