Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   mið 13. apríl 2005 07:21
Hafliði Breiðfjörð
Ólæti á Ítalíu: Var allt skipulagt fyrirfram?
Rui Costa fyrir framan blysin.
Rui Costa fyrir framan blysin.
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Svo virðist sem atvikið í Mílanóborg í gærkvöld þar sem fjöldi blysa flaug frá stuðningsmönnum Inter Milan rigndi yfir mark AC Milan í gærkvöld hafi verið skipulagt fyrirfram en nokkrir stuðningsmenn Inter sem voru í sömu stúku áður en atvikið átti sér stað fullyrða það.

Einn áhorfendanna sem varð vitni að öllu sagðist hafa heyrt einn aðalmann Ultras stuðningsmannahópsins segja: ,,Syngjum nú fram að þrítugustu mínútu (síðari hálfleiks) og svo vitum við hvað við þurfum að gera."

Annar sagði að hann hafi vitað fyrirfram að þetta myndi gerast því samræður milli Ultras manna væru á þann veg að þeir vildu senda varúðarskilaboð til Moratti og stjórnar Inter til að sýna óánægju sína með aðra slaka leiktíð.

Þessi ummæli útskýra líklega hversvegna svona mörg blys fóru niður á sama tíma en með fyrsta blysinu fylgdu 2 á sömu sekúndu og svo hófst hrina fjölda blysa niður á völlinn.

Í fyrstu var talið að mark Cambiasso sem var dæmt af hafi skapað ástandið en miðað við ummælin virðist allt annað hafa verið upp á teningnum því allt hófst aðeins fjórum mínútum áður en hálftíminn var liðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner