Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   mið 08. nóvember 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ágúst Leó flytur til Eyja: Er með hausinn rétt stilltan
Ágúst Leó í búningi ÍBV.
Ágúst Leó í búningi ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Orri Rafn Sigurðarson
„Þetta er rétta skrefið. Ég fæ tækifæri til að sýna mig í efstu deild, ég flyt til Eyja og fer 100% í þetta," sagði Ágúst Leó Björnsson, nýjasti leikmaður ÍBV er hann ræddi við fréttamann Fótbolta.net í höfuðstöðvum Eimskips í dag.

Ágúst Leó skrifaði undir þriggja ára samning en hann kemur til ÍBV frá Stjörnunni.

Hann segir að það hafi ekki verið inn í myndinni að vera áfram í Garðabænum.

„Nei, mér fannst það ekki. Kristján (Guðmundsson, þjálfari ÍBV) sýndi mér mikinn áhuga. Mér fannst þetta vera eina leiðin, þeir höfðu trú á mér og ég ætla að sanna mig."

Ágúst Leó er tvítugur en hann var á láni hjá Aftureldingu í 2. deildinni í sumar. Þar skoraði Ágúst þrettán mörk í tuttugu leikjum en hann kom til baka í sumar eftir að hafa fótbrotnað illa í 2. flokki Stjörnunnar árið 2016. Hann telur sig tilbúinn í Pepsi-deildina.

„Ég tel mig tilbúinn að spila í Pepsi-deildinni og hef getuna í það. Ég er góður leikmaður."

Ágúst flytur úr bænum til Vestmannaeyja í janúar, en það eru ekki margir strákar á hans aldri sem hefðu hent sér í það. Af hverju treystir hann sér persónulega í það?

„Ég er með hausinn rétt stilltan. Ég flyt í byrjun janúar og klára skólann þar. Ég hef búið einn frá því ég var 17 ára."

„Markmiðið er að gera sem best fyrir ÍBV, ég ætla að reyna að skora mörk, sanna mig og verða Eyjamaður," sagði hann í lokin.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner