Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
Fyrirliði Bröndby á Víkingsvelli: Getur allt gerst í fótbolta
Þjálfari Bröndby: Forréttindi að koma til Íslands
Niko Hansen fremstur í flokki af löndum sínum - „Víkingur er mitt lið"
Sölvi gefur ekki upp hvor verður í markinu - „Þurfum að eiga tvo algjöra toppleiki“
Steven Caulker: Töluvert betri en ég bjóst við
Rúnar Kristins: Búnir að brenna af allt of mörgum færum í sumar
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Diego Montiel: Ég gerði heimskuleg mistök og gaf þeim víti
Davíð Smári: Við skorum mark sem mér fannst vera löglegt
Maggi ósáttur með dómarann: Það er búið að merkja Elmar Kára í þessari deild
Best í Mjólkurbikarnum: Með montréttinn heima fyrir
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Haukur Andri: Hörmulegur fyrri hálfleikur
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
Patrick Pedersen: Það var léttir að slá markametið
Fyrirliðinn spilaði óvænt frammi og skoraði tvennu - „Var að setja boltann í netið á æfingu"
Dominic Furness: Væri draumur að fá Tindastól á Laugardalsvöll
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
   mið 08. nóvember 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ágúst Leó flytur til Eyja: Er með hausinn rétt stilltan
Ágúst Leó í búningi ÍBV.
Ágúst Leó í búningi ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Orri Rafn Sigurðarson
„Þetta er rétta skrefið. Ég fæ tækifæri til að sýna mig í efstu deild, ég flyt til Eyja og fer 100% í þetta," sagði Ágúst Leó Björnsson, nýjasti leikmaður ÍBV er hann ræddi við fréttamann Fótbolta.net í höfuðstöðvum Eimskips í dag.

Ágúst Leó skrifaði undir þriggja ára samning en hann kemur til ÍBV frá Stjörnunni.

Hann segir að það hafi ekki verið inn í myndinni að vera áfram í Garðabænum.

„Nei, mér fannst það ekki. Kristján (Guðmundsson, þjálfari ÍBV) sýndi mér mikinn áhuga. Mér fannst þetta vera eina leiðin, þeir höfðu trú á mér og ég ætla að sanna mig."

Ágúst Leó er tvítugur en hann var á láni hjá Aftureldingu í 2. deildinni í sumar. Þar skoraði Ágúst þrettán mörk í tuttugu leikjum en hann kom til baka í sumar eftir að hafa fótbrotnað illa í 2. flokki Stjörnunnar árið 2016. Hann telur sig tilbúinn í Pepsi-deildina.

„Ég tel mig tilbúinn að spila í Pepsi-deildinni og hef getuna í það. Ég er góður leikmaður."

Ágúst flytur úr bænum til Vestmannaeyja í janúar, en það eru ekki margir strákar á hans aldri sem hefðu hent sér í það. Af hverju treystir hann sér persónulega í það?

„Ég er með hausinn rétt stilltan. Ég flyt í byrjun janúar og klára skólann þar. Ég hef búið einn frá því ég var 17 ára."

„Markmiðið er að gera sem best fyrir ÍBV, ég ætla að reyna að skora mörk, sanna mig og verða Eyjamaður," sagði hann í lokin.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner