Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 09. nóvember 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
Ætla að sjá Jón Guðna í heilum leik gegn Katar
Icelandair
Jón Guðni á æfingu í Doha í dag.
Jón Guðni á æfingu í Doha í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson kom ekki við sögu hjá íslenska landsliðinu þegar það mætti Tékklandi í gær en hann mun spila leikinn gegn Katar á þriðjudaginn. Þetta staðfesti Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í samtali við Fótbolta.net.

„Við höfum núna fimm daga til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Katar. Fyrst og fremst ætlumst við til þess að liðsheildin verði sterkari en í leiknum gegn Tékklandi. Tilgangurinn með þessari ferð var að gefa leikmönnum séns, mönnum sem hafa verið mikið á varamannabekknum. Það er ekki hægt að dæma frammistöðuna í leiknum í gær hart," segir Heimir en búast má við miklum breytingum á byrjunarliðinu.

„Það verða þónokkrar breytingar. Við höfum þegar í huganum ákveðið hvað við ætlum að gera. Sem dæmi ætlum við að fá að sjá Jón Guðna, sem spilaði ekkert í gær, í heilum leik. Leikurinn í gær var spilaður út frá því hvar menn væru í fitness og hvenær menn komu til okkar. Við ætlum að sjá alla spila eitthvað en þeir sem hafa verið í byrjunarliðinu hjá okkur spila mun minna."

Jón Guðni er 28 ára og á tíu A-landsleiki að baki. Hann leikur fyrir Norrköping í Svíþjóð þar sem hann er lykilmaður.

Eins og áður segir verður leikur Íslands og Katar næsta þriðjudag.
Heimir: Hægt að hrista hópinn saman á annan hátt en á fótboltavellinum
Athugasemdir
banner
banner