Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. nóvember 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Britton nýr aðstoðarstjóri Swansea (Staðfest)
Britton í baráttunni.
Britton í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn reyndi Leon Britton hefur verið ráðinn aðstoðarstjóri hjá Swansea.

Hinn 35 ára gamli Britton mun samhliða því halda áfram að spila með liðinu.

Britton tekur við starfinu af Claude Makelele sem hætti sem aðstoðarstjóri Swansea á dögunum til að taka við K.A.S Eupen í Belgíu.

Britton hefur spilað yfir 525 leiki með Swansea á ferlinum og gengið í gegnum súrt og sætt með félaginu.

Hann fær nú nýtt hlutverk hjá liðinu samhliða því að halda áfram að spila.
Athugasemdir
banner
banner