Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. nóvember 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Sakar Ástrali um að hafa njósnað með dróna
Hondúras var á meðal þátttökuþjóða á HM 2010 og 2014.
Hondúras var á meðal þátttökuþjóða á HM 2010 og 2014.
Mynd: Getty Images
Jorge Luis Pinto, landsliðsþjálfari Hondúras, hefur sakað Ástralíu um að hafa njósnað um síðustu æfingu liðsins fyrir leik í umspili um sæti á HM í fyrramálið.

Fyrri leikur þjóðanna endaði með markalausu jafntefli og því er allt undir fyrir leikinn í fyrramálið. Sigurvegarinn þar fer á HM í Rússlandi.

Pinto vill meina að Ástralir hafi notað dróna til að njósna um æfingu Hondúras í dag.

„Ég tel að þetta sé skammarlegt fyrir svona stóra þjóð," sagði Pinto brjálaður.

Knattspyrnusamband Ástralíu segist ekki tengjast drónanum sem var flogið yfir leikvanginn þegar Hondúras var þar á æfingu.

Hér að neðan má sjá myndband af drónanum fljúga yfir leikvanginn.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner