Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   mið 15. nóvember 2017 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Veigar líklega áfram í Vikingi: Vona að þetta leysist sem fyrst
Veigar Páll er í viðræðum við Víking R.
Veigar Páll er í viðræðum við Víking R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Veigar Páll Gunnarsson verður líklega áfram hjá Víkingi R. á næstu leiktíð. Þetta sagði hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Staðan þannig er núna að ég er samningslaus, en ég er búinn að vera í viðræðum við Loga (Óafsson) og Víkingana um að taka eitt tímabil í viðbót," sagði Veigar Páll.

„Það er bara í vinnslu."

Veigar Páll samdi við FH fyrir síðasta tímabil, en fór síðan á láni til Víkings þar sem hann spilaði seinni hluta tímabils.

Honum leið vel í Fossvoginum.

„Mig langar að taka eitt tímabil í viðbót sem leikmaður og þá er langlíklegast að ég verði þá í Víking. Það er eina liðið sem ég er í viðræðum við. Ég var ótrúlega sáttur í Víking og það er björt framtíð þar. Ég er að vona að þetta leysist og ég geti orðið leikmaður Víking sem fyrst," sagði hinn 37 ára gamli Veigar.

„Það er erfitt að segja til um hvenær þetta gerist nákvæmlega, en vonandi sem fyrst."

„Ef að það verður að þessu, þá mun ég líka gegna einhverju öðru hlutverki hjá félaginu, ég verð líklega með afreksþjálfun eða kem inn sem þriðji þjálfari eða eitthvað álíka."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner