fim 30. nóvember 2017 11:52
Magnús Már Einarsson
Aron Einar fer frá Cardiff ef liðið fer ekki upp
Hafnaði nýjum samningi
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Anna Þonn
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, ætlar að yfirgefa Cardiff næsta sumar ef félagið fer ekki upp í ensku úrvalsdeildina.

Hinn 28 ára gamli Aron hefur verið hjá Cardiff síðan árið 2011 en hann verður samningslaus næsta sumar.

Aron má hefja viðræður við önnur félög í janúar og hann ætlar að fara ef Cardiff fer ekki upp. Í augnablikinu er Cardiff í 2. sæti í Championship deildinni og í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeildinni.

„Við höfum rætt nokkrum sinnum saman og ég hef beðið hann um að skrifa undir síðan á undirbúningstímabilinu. Hann vill að ekki því hann vill ekki spila í Championship deildinni á næsta tímabili. Ég get skilið það og sýni honum skilning," sagði Neil Warnock, stjóri Cardiff í dag.

Aron lék áður með Coventry í Championship deildinni. Leikið er þétt í deildinni en 46 leikir eru á hverju tímabili fyrir utan bikarleiki.

„Ég skil hans sjónarmið. Hann er á þeim aldri núna að hann hefur verið í Championship deildinni í tíu ár. Þegar þú hefur verið í Championship í tíu ár þá hefur þú lagt mikla vinnu á þig."

„Hann hefur skrifað undir hjá öðru félagi í janúar en ekki hafa áhyggjur af því. Hann segist gjarnan vilja fara upp um deild með okkur og þá er staðan önnur. Hann myndi gjarnan vilja spila með okkur í úrvalsdeildinni, ef ég myndi vilja hafa hann þar."

„Hann elskar Cardiff og hann myndi elska það ef við færum upp. Hann vill ná að komast upp og hann segist ekki hafa neinn áhuga á að fara frá okkur í janúar."


Sjá einnig:
Aron Einar svarar spurningum lesenda
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner