Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. desember 2017 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Gylfi skoraði í fyrsta leik Samma - Stórsigur Liverpool
Gylfi fagnar hér marki sínu.
Gylfi fagnar hér marki sínu.
Mynd: Getty Images
Liverpool er á góðu róli.
Liverpool er á góðu róli.
Mynd: Getty Images
Tottenham færist neðar í töflunni.
Tottenham færist neðar í töflunni.
Mynd: Getty Images
Gylfi Sigurðsson var á skotskónum þegar Everton vann sinn fyrsta leik undir stjórn Sam Allardyce í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Everton mætti Huddersfield og fyrri hálfleikurinn var vægast sagt slakur, en í upphafi seinni hálfleiks skoraði Gylfi og kom Everton á bragðið. Smelltu hér til að sjá mark Gylfa.

Dominic Calvert-Lewin var hins vegar maður leiksins, hann lagði upp fyrra markið fyrir Gylfa og skoraði síðan það seinna sjálfur. Lokatölur á Goodison Park í dag 2-0 fyrir Everton og annar sigur Gylfa og félaga í röð staðreynd. Everton er nú í tíunda sæti með 18 stig.

Á sama tíma valtaði Liverpool yfir nýliða Brighton á útivelli, 5-1 með brasilísku vinnufélaganna, Roberto Firmino og Philippe Coutinho, í aðalhlutverkum. Þeir skoruðu báðir ásamt Emre Can.

Liverpool komst upp í fjórða sæti deildarinnar og er nú þremur stigum frá Manchester United og Chelsea.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley þurftu að sætta sig við sjaldgæft tap í dag, gegn Leicester. Jóhann Berg var manna líflegastur og óheppinn að skora ekki.

Tottenham gerði jafntefli gegn Watford og færist neðar í töflunni og fyrsti leikur Alan Pardew með West Brom endaði með markalausu jafntefli gegn hans gömlu félögum í Crystal Palace. Slæmt gengi Swansea heldur áfram og sæti Paul Clement er heitt.

Brighton 1 - 5 Liverpool
0-1 Emre Can ('30 )
0-2 Roberto Firmino ('32 )
0-3 Roberto Firmino ('48 )
1-3 Glenn Murray ('51 , víti)
1-4 Philippe Coutinho ('87 )
1-5 Lewis Dunk ('89 , sjálfsmark)

Everton 2 - 0 Huddersfield
1-0 Gylfi Sigurðsson ('47 )
2-0 Dominic Calvert-Lewin ('73 )

Leicester City 1 - 0 Burnley
1-0 Demarai Gray ('6 )

Stoke City 2 - 1 Swansea
0-1 Wilfried Bony ('3 )
1-1 Xherdan Shaqiri ('36 )
2-1 Mame Diouf ('40 )

Watford 1 - 1 Tottenham
1-0 Christian Kabasele ('13 )
1-1 Son Heung-Min ('25 )
Rautt spjald: Davinson Sanchez, Tottenham ('52)

West Brom 0 - 0 Crystal Palace



Athugasemdir
banner
banner
banner