Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. desember 2017 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri Sam í veseni með nafn Gylfa - „Gudni Sigurdsson"
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce stýrði Everton í fyrsta sinn í dag eftir að hafa verið ráðinn arftaki Ronald Koeman í vikunni.

Fyrsti leikur Stóra Sam endaði með 2-0 sigri á Huddersfield.

Gylfi Sigurðsson spilaði leikinn og skoraði fyrra mark Everton. Smelltu hér til að sjá mark Gylfa í leiknum.

Eftir leik fór Allardyce í viðtal en hann lenti í veseni með nafn Gylfa og kallaði hann "Gudna" eða Guðna ekki einu sinni, heldur tvisvar. Allardyce þjálfaði Guðna Bergsson, núverandi formann KSÍ hjá Bolton á sínum tíma, en það gæti verið ástæðan fyrir ruglingnum.

Myndband af þessu er hér að neðan, en Allardyce kallar Gylfa fyrst Guðna þegar fjórar mínútur og 15 sekúndur eru búnar af myndbandinu. Hann gerir það svo aftur stuttu síðar.

Allardyce er ekki sá fyrsti sem hefur lent í vandræðum með nafn Gylfa. Kevin Phillips gat hreinlega ekki sagt nafnið hans á sínum tíma og kallaði hann "Sylif Gudjerson".

Sjá einnig:
Myndband: Kevin Phillips gat ekki sagt Sigurðsson


Athugasemdir
banner