fös 22. desember 2017 22:16
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Klopp: Arsenal ekki með í nema tíu mínútur
Klopp var að vonum ósáttur með stigið
Klopp var að vonum ósáttur með stigið
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var ekki sáttur með sína menn eftir jafnteflið gegn Arsenal í kvöld. Liverpool komst í 2-0, en lenti svo skyndilega 3-2 undir. Firmino bjargaði svo stiginu á 71. mínútu.

„Það er erfitt að útskýra þetta. Við áttum að vera 3, 4, jafnvel 5-0 yfir áður en við getum ekki varist fyrirgjöf. Þetta er mjög skrýtið," sagði Klopp.

„Stig á útivelli gegn Arsenal er góð úrslit fyrir flest öll lið í heimi en mér líður ekki vel í augnablikinu."

Þónokkur mistök litu dagsins ljós í leiknum, á báðum endum vallarins.

„Við gerðum mistök á báðum endum vallarins, en það er ólíklegt að vinna 6-3 eða eitthvað á heimavelli Arsenal. Við nýttum ekki alla okkar sénsa en þrjú mörk ættu að vera nóg. Arsenal var ekki með í þessum leik nema í um 10 mínútur."

Klopp fannst Liverpool eiga skilið stigin þrjú út úr leiknum.

„Þú verður að vera reiður við sjálfan þig, ekki leiður eða óöruggur. Við komum til baka í leikinn og skoruðum þriðja markið. Við áttum meira skilið en stigið."

Simon Mignolet, markvörður Liverpool gerði sig sekann um slæm mistök í öðru marki Arsenal.

„Hann misreiknaði boltann. Önnur hendi hefði getað hjálpað en svona er þetta. Þú (viðmælandi) þarft ekki að gera þetta verra en það er."

Þá hefur varnarleikurinn verið gagnrýndur í enn eitt skiptið hjá Liverpool eftir mistök í leiknum í kvöld.

„Að verjast er eitthvað sem þú gerir sem lið. Í dag gerðum við einstaklingsmistök og það er ekki í lagi. Mitt starf er að hugsa um frammistöðu leikmanna og þetta var sigurframmistaða. Við erum alltaf betri þegar við gerum jafntefli. Við verðum að taka góðu hlutunum og vinna í miður góðu hlutunum.




Athugasemdir
banner
banner
banner