Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 24. desember 2017 15:45
Ingólfur Stefánsson
Eboue í miklum vandræðum eftir ferilinn
Mynd: Getty Images
Eboue var rekinn frá Sunderland áður en hann náði að spila leik
Eboue var rekinn frá Sunderland áður en hann náði að spila leik
Mynd: Sunderland
Emmanuel Eboue fyrrum leikmaður Arsenal hefur verið að glíma við ýmis vandamál í einkalífinu eftir að knattspyrnuferli hans lauk.

Eboue hefur komist í kast við lögin, neyðist til þess að gista hjá vinum sínum, ferðast með rútu og þvo föt sín með höndunum þar sem hann á ekki þvottavél samkvæmt Mirror.

Þessi 34 ára Fílbeinsstrendingur hefur nú opnað sig í viðtali við Mirror þar sem hann segir að hann sé farinn að glíma við sjálfsmorðshugleiðingar.

„Ég þarf hjálp frá Guði. Aðeins hann getur tekið þessar hugsanir úr hausnum á mér."

Eboue hefur verið að ganga í gegnum skilnað og hefur misst heimili sitt í London í hendur yfirvalda.

Hann segist hafa verið barnalegur í fjármálum og hafi aldrei fengið neina leiðslu í þeim málefnum. Hann vill að ungir knattspyrnumenn læri af hans mistökum.

Eboue gekk til liðs við Sunderland fyrir síðasta tímabil en náði ekki að spila með félaginu vegna 12 mánaða banns sem FIFA setti hann í vegna þess að hann skuldaði fyrrum umboðsmanni sínum pening. Eboue var í kjölfarið rekinn frá Sunderland.

„Ég var barnalegur og treysti öðrum fyrir fjármálum mínum. FIFA setti mig í bann út af þessu fólki."

Eboue hefur þurft að gefa bíl sinn og aðrar eignir til að borga skuldir og ferðast nú um London með strætó og lest og reynir að láta lítið fyrir sér fara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner