Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. desember 2017 21:32
Ívan Guðjón Baldursson
Geir ósáttur við val á íþróttamanni ársins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, er ósáttur við val á íþróttamanni ársins.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var fyrr í kvöld heiðruð fyrir að vera íþróttamaður ársins 2017.

„Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins," skrifar Geir á Twitter.

„Þurfum að fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017!!"

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru í öðru og þriðja sæti eftir Ólafíu.

Margir innan knattspyrnuheimsins hefðu viljað sjá annan hvorn þeirra hreppa verðlaunin eftir sögulega frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í undankeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner