Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fös 29. desember 2017 14:57
Magnús Már Einarsson
Arnór Gauti í Breiðablik (Staðfest)
Arnór Gauti Ragnarsson.
Arnór Gauti Ragnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Breiðablik hefur keypt framherjann Arnór Gauta Ragnarsson aftur í sínar raðir frá ÍBV.

Hinn tvítugi Arnór Gauti gekk til liðs við ÍBV fyrir ári síðan en hann varð bikarmeistari með liðinu í sumar.

Arnór Gauti skoraði fimm mörk í 24 deildar og bikarleikjum með ÍBV í ár en hann hefur átt fast sæti í U21 árs landsliði Íslands.

Arnór lék í yngri flokkum Aftureldingar en hann spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki hjá Breiðabliki sumarið 2015. Sumarið 2016 var hann síðan á láni hjá Selfyssingum.

Komnir:
Arnór Gauti Ragnarsson frá ÍBV
Jonathan Hendrickx frá Leixoes

Farnir:
Dino Dolmagic
Ernir Bjarnason í Leikni R.
Kristinn Jónsson í KR
Sólon Breki Leifsson í Vestra



Athugasemdir
banner
banner
banner