Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 29. desember 2017 16:43
Elvar Geir Magnússon
Brewster hefur orðið fyrir kynþáttafordómum frá tólf ára aldri
Brewster í leik með Liverpool.
Brewster í leik með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Rhian Brewster, sautján ára leikmaður Liverpool, segir frá því í viðtali við Guardian að hann hafi orðið fyrir kynþáttafordómum frá því að hann var tólf ára gamall.

Brewster var markahæsti leikmaður U17 landsliðs Englands sem varð heimsmeistari fyrr á árinu og er einn allra efnilegasti leikmaður landsins.

Strákurinn gagnrýnir yfirvöld í fótboltanum fyrir að taka ekki harðar á kynþáttaníð.

„Það eru vonbrigði að kynþáttafordómar séu enn í fótbolta. Það er kominn tími á að yfirvöld bregðist við þessari óásættanlegu hegðun," sagði Brewster.

Hann segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum í leikjum gegn erlendum liðum, bæði þegar hann spilar fyrir yngri lið Liverpool og einnig fyrir landsliðið.

Hann varð fyrir kynþáttafordómum tólf ára gamall þegar hann var hjá Chelsea og spilaði á móti í Rússlandi. Þá varð hann nýlega fyrir kynþáttafordómum í leik gegn Spartak Moskvu í Evrópukeppni unglingaliða. Einnig hefur hann orðið fyrir fordómum í yngri landsleikjum gegn Úkraínu og Spáni.
Athugasemdir
banner
banner