Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   lau 06. janúar 2018 18:37
Magnús Már Einarsson
Aron Jóhanns í Grindavík (Staðfest)
Jónas Karl Þórhallsson formaður Knattspyrnudeildar, Aron Jóhannsson og Óli Stefán Flóventsson þjálfari.
Jónas Karl Þórhallsson formaður Knattspyrnudeildar, Aron Jóhannsson og Óli Stefán Flóventsson þjálfari.
Mynd: Grindavík
Grindavík hefur fengið miðjumanninn Aron Jóhannsson til liðs við sig frá Haukum. Aron skrifaði undir þriggja ára samning hjá Grindavík í dag en hann hafði í haust fengið leyfi til að fara frá Haukum.

Hinn 23 ára gamli Aron hefur verið í lykilhlutverki hjá Haukum undanfarin ár. Árið 2016 var hann valinn besti leikmaður tímabilsins hjá liðinu.

Síðastliðið skoraði Aron þrjú mörk í 21 leik í Inkasso-deildinni þegar Haukar enduðu í 7. sæti.

Samtals hefur Aron skorað tuttugu mörk í 134 deildar og bikarleikjum með Haukum á ferlinum en hann var einungis 16 ára þegar hann spilaði sinn fyrsta leik með liðinu í Pepsi-deildinni árið 2010.

Grindavík endaði í 5. sæti í Pepsi-deildinni í sumar en fyrr í vetur kom framherjinn Jóhann Helgi Hannesson til félagsins frá Þór.
Athugasemdir
banner