Gunnar Þorsteinsson miðjumaður Grindavíkur var kátur eftir að Grindvíkingar tryggðu sér í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins með sigri á HK í kvöld.
Hann segir að það sé mikilvægt að fá að keppa að einhverju á þessum tímapunkti og fá alvöru leiki.
Hann segir að það sé mikilvægt að fá að keppa að einhverju á þessum tímapunkti og fá alvöru leiki.
„Það er ánægjulegt að komast í úrslitin. Það var gaman að vera að keppa að einhverju og það verður gaman að fara í úrslitaleikinn."
„Við erum búnir að leyfa ungum strákum að spreyta sig og þeir eru að standa sig vel. Þetta er virkilega ánægjulegt."
Gunnar segir að mót eins og þessi séu mikilvæg á undirbúningstímabilinu.
„Það er gott að fá svona alvöru leiki til þess að sjá hvað er hægt að gera betur, hvað við erum að gera vel. Það eru margir hlutir sem við þurfum að laga en að sama skapi margt mjög gott."
Grindvíkingar komu á óvart í Pepsi deildinni síðasta sumar. Andri Rúnar Bjarnason var þá þeirra besti maður en hann er farinn í atvinnumennsku. Gunnar segir þó að markmiðið sé að gera enn betur en á síðasta tímabili.
„Það væri galið ef við ætluðum ekki að gera betur. Menn munu tala um að Andri sé farinn en við höfum sýnt það að við erum með sterkt lið. Það verða bara aðrir að stíga upp í markaskorun. Það er erfiðara að stoppa heilt lið en einn mann. "
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir