Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 31. janúar 2018 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea tapaði stórt á heimavelli - Gylfi lagði upp
Chelsea fékk skell á heimavelli.
Chelsea fékk skell á heimavelli.
Mynd: Getty Images
Walcott þakkar Gylfa fyrir stoðsendinguna.
Walcott þakkar Gylfa fyrir stoðsendinguna.
Mynd: Getty Images
Bournemouth gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Chelsea á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus en eftir um 20 mínútur í seinni hálfleiknum hafði Callum Wilson skoraði tvisvar fyrir Bournemouth. Nathan Ake, fyrrum leikmaður Chelsea, rak síðan síðasta naglann í líkkistuna ef svo má að orði komast.

Lokatölur 3-0 og mjög óvæntur stórsigur Bournemouth staðreynd. Það er pressa á Antonio Conte, jafnvel þá liðið sé í þriðja sæti.

Everton lagði Leicester og var það nýi leikmaðurinn, Theo Walcott sem stal senunni. Hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri.

Gylfi Sigurðsson spilaði 82 mínútur fyrir Everton í kvöld og lagði upp fyrra markið fyrir títtnefndan Walcott.

Everton er áfram í níunda sæti deildarinnar.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði þá 83 mínútur þegar Burnley náði í ágætis stig á útivelli gegn Newcastle. Jamal Lascelles kom Newcastle yfir en Sam Vokes jafnaði þegar fimm mínútur voru eftir.

Burnley fer upp fyrir Leicester í sjöunda sætið með þessum sigri.

Hér að neðan eru úrslitin úr leikjunum sem byrjuðu 19:45.

Chelsea 0 - 3 Bournemouth
0-1 Callum Wilson ('51 )
0-2 Callum Wilson ('64 )
0-3 Nathan Ake ('67 )

Everton 2 - 1 Leicester City
1-0 Theo Walcott ('25 )
2-0 Theo Walcott ('39 )
2-1 Jamie Vardy ('71 , víti)

Newcastle 1 - 1 Burnley
0-0 Joselu ('34 , Misnotað víti)
1-0 Jamaal Lascelles ('65 )
1-1 Sam Vokes ('85 )

Southampton 1 - 1 Brighton
0-1 Glenn Murray ('14 , víti)
1-1 Jack Stephens ('64 )
Athugasemdir
banner