Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. febrúar 2018 14:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jóhann Berg bjargaði stigi gegn Man City
Jóhann Berg í leiknum í dag.
Jóhann Berg í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Burnley 1 - 1 Manchester City
0-1 Danilo ('22 )
1-1 Jóhann Berg Guðmundsson ('82 )

Jóhann Berg Guðmundsson er aðalmaðurinn í Burnley eftir að hafa bjargað stigi fyrir liðið gegn toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gestirnir frá Manchester komust yfir á 22. mínútu þegar Brasilíumaðurinn Danilo skoraði með frábæru skoti. City leiddi 1-0 í hálfleik með þessu marki.

Þegar um 20 mínútur voru eftir fékk Aaron Lennon gott færi til að skora en Ederson varði frábærlega frá honum.

Jóhann Berg Guðmundsson lét hins vegar ekki Ederson sjá við sér. Jói Berg fékk góða sendingu frá Matt Lowton og skoraði. Þegar Jói Berg skoraði fór myndavélin í átt að Raheem Sterling sem hafði átt eitt af klúðrum tímabilsins stuttu áður.

Lokatölur urðu 1-1 og var það Jóhann Berg sem reyndist hetjan. City er áfram á toppnum, með 16 stiga forskot. Burnley er í sjöunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner