Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. febrúar 2018 14:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg: Gott að fá mark
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson bjargaði stigi fyrir Burnley þegar liðið mætti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

City komst yfir með marki Danilo í fyrri hálfleiknum, en Jóhann Berg jafnaði metin fyrir Burnley á 82. mínútu.

Íslenski landsliðsmaðurinn var að vonum sáttur eftir leikinn.

„Þetta var frábær sending frá Lowts (Matt Lowton) og það var gott að fá markið. Þetta var mjög gott í dag. 1-1 eru frábær úrslit fyrir okkur," sagði Jóhann í samtali við Sky eftir leikinn.

„Við vissum að þeir vilja spila fótbolta frá aftasta manni, það er erfitt að pressa þá. En við urðum betri í seinni hálfleiknum."
Athugasemdir
banner
banner