Stjarnan og Grindavík áttust við í dag í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í Kórnum í Kópavogi þar sem Stjarnan vann 1-0.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 Grindavík
„Þetta eru mjög góð mót fyrir okkur til að slípa okkur hluti til og það var svona megin markmiðið með að vinna með það sem við erum að gera og gera það betur. Við förum með það inn í úrslitaleik en ég er bara hundfúll að tapa úrslitaleik," sagði Óli við Fótbolta.net eftir leik
„Við erum bara vinna með það sem við vorum að gera í fyrra, að gera agaðan varnarleik betur."
„Það er janúar. Menn eru kannski ekkert í toppstandi fyrir hápressu."
Grindavík spilaði agaðan varnarleik í dag og lág mjög aftarlega. Óli vil bæta það sem hann taldi vera að í fyrra þegar liðið fékk á sig yfir 40 mörk. Er von á frekari liðsstyrk?
„Ekkert svona sem er í hend. Við erum að skoða, við erum búnir að missa sex leikmenn og fá tvo inn í staðinn. Þetta er bara sama tuggan og í fyrra, við misstum marga þegar við fórum upp," sagði Óli Stefán að lokum.
Athugasemdir