Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 03. febrúar 2018 19:25
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England: Ramsey með þrennu í öruggum sigri Arsenal
Mkhitaryan lagði upp þrjú mörk
Ramsey skoraði þrjú mörk í kvöld.
Ramsey skoraði þrjú mörk í kvöld.
Mynd: Getty Images
Aubameyang er kominn á blað hjá Arsenal.
Aubameyang er kominn á blað hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsenal 5 - 1 Everton
1-0 Aaron Ramsey ('6 )
2-0 Laurent Koscielny ('14 )
3-0 Aaron Ramsey ('19 )
4-0 Pierre Emerick Aubameyang ('37 )
4-1 Dominic Calvert-Lewin ('64 )
5-1 Aaron Ramsey ('74 )

Nú er ný lokið leik Arsenal og Everton en þetta var lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni, það er alveg óhætt að segja að leikurinn hafi verið nokkuð fjörugur.

Arsenal var einfaldlega mikið betri aðilinn í fyrri hálfeik og Aaron Ramsey skoraði fyrsta mark leiksins á 6. mínútu eftir góðan samleik Aubameyang og Mkhitaryan sem lagði upp markið.

Það liðu aðeins átta mínútur þar til staðan var orðin 2-0 en þá skallaði Laurent Koscielny boltann í netið af stuttu færi.

Þriðja mark heimamanna kom fimm mínútum síðar en þá átti Ramsey skot af nokkuð löngu færi sem fór í varnarmann og í netið en Ramsey fær markið skráð á sig og hann kominn með tvö mörk eftir tæpar 20 mínútur.

Fjórða mark Arsenal skoraði Pierre Emerick Aubameyang í sínum fyrsta leik fyrir félagið, það mark átti reyndar ekki að standa vegna rangstöðu en línuvörðurinn flaggaði ekki, Mkhitaryan lagði upp markið.

Staðan var 4-0 fyrir heimamenn í hálfleik en Dominic Calvert-Lewin sem kom inn á í seinni hálfleik lagði stöðuna aðeins á 64. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið og staðan orðin, 4-1.

Fimmta mark Arsenal og síðasta mark leiksins kom á 74. mínútu þá kom Aaron Ramsey boltanum í netið og hann búinn að skora þrennu, Mkhitaryan var þá búinn að leggja upp þrjú mörk.

Loka niðurstaðan í þessum leik, 5-1 sigur Arsenal sem er nú með 45 stig í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Everton.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner