mán 05. febrúar 2018 22:03
Ívan Guðjón Baldursson
England: Watford rúllaði yfir Chelsea
Mynd: Getty Images
Watford 4 - 1 Chelsea
1-0 Troy Deeney ('42, víti)
1-1 Eden Hazard ('82)
2-1 Daryl Janmaat ('84)
3-1 Gerard Deulofeu ('88)
4-1 Roberto Pereyra ('91)
Rautt spjald: Tiemoue Bakayoko, Chelsea ('30)

Staða Antonio Conte hjá Chelsea er orðin ansi brothætt eftir annað stóra tap liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea tapaði 3-0 á heimavelli fyrir Bournemouth í síðustu umferð og í kvöld heimsótti liðið Watford.

Heimamenn voru mikið betri frá upphafi til enda og var Tiemoue Bakayoko, sem hafði átt skelfilega byrjun á leiknum, rekinn útaf með tvö gul spjöld eftir 30 mínútur.

Troy Deeney kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé og jafnaði Eden Hazard á 82. mínútu, gegn gangi leiksins.

Daryl Janmaat kom sínum mönnum yfir skömmu eftir jöfnunarmarkið áður en Gerard Deulofeu innsiglaði sigurinn.

Roberto Pereyra bætti fjórða marki heimamanna við í uppbótartíma og verðskuldaður 4-1 sigur Watford staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner