Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. febrúar 2018 13:40
Elvar Geir Magnússon
Everton gengur miklu betur þegar Rooney og Gylfi byrja saman
Tölfræðin segir að Gylfi og Rooney eigi að byrja saman.
Tölfræðin segir að Gylfi og Rooney eigi að byrja saman.
Mynd: Getty Images
Líklegt byrjunarlið Everton á morgun.
Líklegt byrjunarlið Everton á morgun.
Mynd: Guardian
Í síðasta mánuði sagði Sam Allardyce, stjóri Everton, að Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney gætu ekki spilað saman.

Tölfræðin segir hinsvegar þveröfugt og Allardyce hefur hlaupið á sig með þessum ummælum því ekki mörgum dögum síðar byrjaði hann með Gylfa og Rooney.

Síðan Allardyce tók við hefur gengi liðsins verið miklu betra þegar Gylfi og Rooney byrja saman. Í þeim sex leikjum hefur liðið unnið fjóra, gert eitt jafntefli og tapað einum.

Í þeim sex leikjum sem þeir hafa ekki byrjað saman hefur liðið tapað þremur, gert þrjú jafntefli og ekki náð neinum sigri.

Allardyce var með þá báða á bekknum um síðustu helgi og þá tapaði liðið 5-1 fyrir Arsenal.

„Það skiptir ekki máli hvaða leikkerfi ég vel, það snýst allt um hvernig leikmennirnir eru stefndir. Maður getur sýnt þeim það en það er allt undir þeim komið hvernig þeir vinna úr því," sagði Allardyce eftir þann leik og kastaði leikmönnum sínum undir rútuna.

Everton er í tíunda sæti en liðið mætir Crystal Palace á morgun. Búast má við því að Gylfi og Rooney snúi báðir aftur í byrjunarliðið.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner