Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 01. maí 2005 08:30
Gunnar Jarl Jónsson
Undanúrslit í Deildabikarnum í dag
Ingvi Sveinsson verður í eldlínunni í dag
Ingvi Sveinsson verður í eldlínunni í dag
Mynd: Gunnar Jarl Jónsson
Nú kl 17:00 hefjast undanúrslitin í Deildabikar karla þegar ÍA mætir Þrótti. Bæði þessi lið komust áfram eftir að hafa lagt andstæðinga sína að velli, 2-1. Skagamenn lögðu Keflavík að velli upp á Skaga og Þróttur lagði Reykjavíkurmeistara Vals að velli.

Svo kl 19:00 mætast í hinum undanúrslitaleiknum, Breiðablik og KR. Breiðablik gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara FH og núverandi Deildabikarmeistara að velli á fimmtudaginn. Framlengja þurfti leikinn og að lokum þurfti að grípa til vítarspyrnukeppni og þar hafði Breiðablik betur. KR lagði ÍBV nokkuð örugglega en þar bar helst til tíðinda að Tryggvi Bjarnason var rekinn af velli í leiknum og verður því ekki með KR það sem eftir lifir Deildabikarsins þar sem þetta er hans annað rauða spjald í keppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner