Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 16. febrúar 2018 14:10
Magnús Már Einarsson
Fram semur við Portúgala (Staðfest)
Tiago Fernandes og Pedro Hipolito þjálfari Fram.
Tiago Fernandes og Pedro Hipolito þjálfari Fram.
Mynd: Fram
Fram hefur fengið portúgalska leikmanninn Tiago Fernandes til liðs við sig. Tiago spilar framarlega á miðjunni en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Fram.

Tiago er uppalinn í knattspyrnuskóla Sporting í Lissabon. Þar lék hann með yngri liðum félagsins í sjö ár segir á heimasíðu Fram.

„Knattspyrnudeildin hefur síðustu mánuði stofnað til fjölbreyttra tengsla í Portúgal í gegnum aðalþjálfara félagsins Pedro Hipolito. Koma Tiagos er einn ávöxtur þeirra tengsla," segir á heimasíðu Fram.

Síðastliðin þrjú tímabil hefur Tiago leikið í portúgölsku 3. deildinni, þar lék hann 82 leiki, skoraði 4 mörk og skilaði 35 stoðsendingum.

Fram tapaði 4-0 gegn ÍA í fyrsta leik í Lengjubikarnum en næsti leikur liðsins er gegn ÍBV í Egilshöll á morgun.

Komnir:
Heiðar Geir Júlíusson frá Þrótti R.
Mihajlo Jakimoski frá Makedóníu
Tiago Fernandes frá Portúgal

Farnir:
Brynjar Kristmundsson í Þrótt V.
Hlynur Örn Hlöðversson í Breiðablik (Var á láni)
Högni Madsen í Þrótt V.
Indriði Áki Þorláksson í Hauka
Ivan Bubalo
Sigurpáll Melberg Pálsson í Fjölni
Athugasemdir
banner
banner
banner