Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 01. mars 2018 11:10
Elvar Geir Magnússon
Jardim og Arteta sagðir á blaði hjá Arsenal
Leonardo Jardim, þjálfari Mónakó.
Leonardo Jardim, þjálfari Mónakó.
Mynd: Getty Images
Leikmenn og stjórn Arsenal eru að snúast á þá skoðun að tími sé kominn á Arsene Wenger. Þetta segir í Daily Mirror en blaðið heldur því fram að staða Wenger verði skoðuð í lok tímabilsins.

Stjórnarfundur var haldinn hjá félaginu fyrr í vikunni en ástæðan ku vera auknar efasemdir um að Wenger geti náð viðunandi árangri með liðið.

Það er pressa á Wenger að koma Arsenal í Meistaradeildina en eina leiðin virðist vera í gegnum sigur í Evrópudeildinni. Wenger hefur ekki viljað svara fjölmiðlamönnum þegar hann hefur verið spurður að því hvort framtíð hans velti á því að komast í Meistaradeildina.

Mirror segir að í leikmannahópi Arsenal séu fleiri leikmenn búnir að missa trú. Arsenal hefur runnið niður í sjötta sæti deildarinnar, dottið út úr FA-bikarnum og tapað úrslitaleik deildabikarsins.

Sagt er að stjórn Arsenal sé þegar farin að teikna upp lista með nöfnum manna sem gætu mögulega tekið við liðinu. Leonardo Jardim, stjóri Frakklandsmeistara Mónakó, og Mikel Arteta, fyrrum fyrirliði Arsenal, eiga að vera á þeim lista.

Jardim spilar þá tegund fótbolta hjá Mónakó sem menn vilja sjá hjá Arsenal. Arteta hefur ekki reynslu af því að vera stjóri en er í þjálfarateymi Manchester City í dag.
Hvernig fer Víkingur - Breiðablik á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner