Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 05. maí 2005 19:12
Magnús Már Einarsson
FA ætlar að senda 4 efstu liðin í Meistaradeildina
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að láta fjögur efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni fá þáttökurétt í Meistaradeildinin á næstu leiktíð. Þetta þýðir að Liverpool gæti unnið Meistaradeildina í vor en ekki fengið að verja titilinn þar á næsta tímabili.

Þetta er gífurlegt áfall fyrir Liverpool en Everton er þremur stigum á undan liðinu í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á síðarnefnda liðið einnig leik til góða.

Enska knattspyrnusambandið sagði í dag að möguleiki væri á að það myndi biðja um 5.sætið fyrir England í keppninni næsta vetur, sigri Liverpool lið AC Milan í úrslitaleiknum 25.maí næstkomandi.

Það er þó ekkert alltof líklegt að England fái fimm sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en menn innan UEFA virðast ekki sammála um það hvort það megi gefa landi fimm sæti.

Í yfirlýsingu frá enska knattspyrnusambandinu í dag segir meðal annars ,,Þetta (ákvörðunin) mun ekki breytast hver sem útkoman verður í úrslitaleik Meistaradeilarinnar í Istanbul 25.maí. Aftur á móti trúir enska knattspyrnusambandi að ef Liverpool vinnur í Istanbul en endar ekki í einhverju af fjóru efstu sætunum þá ætti þeir að fá úthlutuðu sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð."

Tímabilið 1999/2000 sigraði Real Madrid Meistaradeildina en endaði í 5.sæti í La Liga á Spáni. Spænska knattspyrnusambandið ákvað að láta Real Madrid fara í Meistaradeildina árið eftir en Real Zaragoza varð að bíta í það súra epli að fara aðeins í Evrópukeppni Félagsliða þrátt fyrir að hafa endað í 4.sæti.

Enska knattspyrnusambandið hefur hinsvegar ákveðið að fara ekki sömu leið og Spánverjarnir í þessu máli en spennandi verður að sjá hvort UEFA láti undan og gefi Liverpool sæti í Meistaradeildinni, verði liðið ekki í 4.sæti á Englandi en sigri hinsvegar Meistaradeildina.
Athugasemdir
banner
banner